Lat: Sorbus

Reynir (fræðiheiti: Sorbus) er ættkvísl jurta af rósaætt (Rosaceae) sem finnst um allt norðurhvel jarðar og tilheyrir rósaættbálkinum (Rosales).

Meira um

Ilmreynir er oftast kallaður reyniviður í daglegu tali. Hann er algengur á Íslandi, sérstaklega í görðum en einnig villtur sem stök tré í birkiskógum. Til dæmis eru stök reynitré áberandi í kjarrskógum Vestfjarða og setja mikinn svip á skógana með hvítum blómum á vorin og rauðum berjum á haustin. Ilmreynir óx villtur hér á landi við landnám, líkt og birki, einir og víðir. Margar aðrar reynitegundir hafa verið reyndar á Íslandi. Ættkvíslin er reyndar flókin viðfangs flokkunarfræðilega vegna kynblöndunar. Hér eru því einungis taldar upp þær tegundir sem mest hafa verið í ræktun hérlendis.

Skaðvaldar á reyni

Rit:

  • Hugh A. McAllister, 2010. The Genus Sorbus, Mountain Ash and other Rowans. TheRoyal Botanic Gardens, Kew