Lífsferill
Birkifeti (Rheumaptera hastata) skríður úr púpu undir lok maí, makast og verpir. Fiðrildin eru síðan á ferli fram yfir miðjan júlí. Lirfurnar skríða úr eggi þegar líða tekur á júní og eru fullvaxnar og púpa sig þegar komið er fram á haust.
Tjón
Birkifeti er einkum í birkikræðu fjalldrapa og bláberjalyngi og hefur oft skemmt bláberjalyng á stórum svæðum. Getur einnig herjað á lerki.
Varnir gegn skaðvaldi
Ekki er farið í aðgerðir vegna birkifeta.