FebrúarTeiknuð mynd sem sýnir ýmis verkefni skógarbónda eftir árstímum

  • Skógarbóndi leggur inn pöntun hjá skógræktarráðgjafa sínum

Mars-apríl

  • Bréf um úthlutun plantna berst frá Skógræktinni

Apríl-maí

  • Plöntur sendar frá gróðrarstöðvum/dreifingarstöðvum
  • Skoða eldri gróðursetningar – tvítoppar – er frostlyfting ? – þarf enduráburðargjöf – hringja og láta vita um hvers kyns vandamál
  • Huga að verkfærum
  • Athuga vegslóða
  • ATHUGA GIRÐINGAR!

Lok maí

  • Bera á eldri gróðursetningar ef þess þarf

Apríl, maí – út júní (vorgróðursetning)

  • Gróðursetja um leið og aðstæður leyfa (frost úr jörð)
  • Byrja á svæðum sem hættir til að þorna
  • Ganga daglega frá öllum skráningum
  • Fylgjast mjög vel með aðstoðarfólki, skógarbóndi er ábyrgur gagnvart Skógræktinni
  • Hætta gróðursetningu ef jörð þornar um of
  • Skila tómum bökkum á plöntulager
  • Ganga frá og senda framkvæmdaskrá til skógræktarráðgjafa að lokinni gróðursetningu
  • Athuga hvort þörf er á jarðvinnslu eða slóðagerð fyrir næsta ár, hafa samband við skógræktarráðgjafa um það

Frá miðjum ágúst – október

  • Haustgróðursetning
  • Skoða viðgang vorgróðursetninga

Uppgjör frá Skógræktinni um leið og gögn hafa skilað sér (framkvæmdarskráning og kvittanir).

  • Skoða vel og gera athugasemdir ef þess þarf
  • Gera upp VSK

Eyðublað fyrir framkvæmdaskráningu 2017

Allt árið

  • Læra og lesa, spá og spekúlera ... prófa og gera tilraunir ... 
  • Gerast skógarvörður eða skógræktarsérfræðingur á sinni jörð

Eða hafið þið nokkurn tíma heyrt af góðum sauðfjárbónda sem veit ekkert um sauðfé en reiðir sig eingöngu á ráðunautinn ... ?