Lat. Melampsora epitea

Lífsferill

Víðiryð (Melampsora epitea) er algengt á grávíði, loðvíði og selju. Ræktaður loðvíðir í görðum getur orðið rauðgulur af gróflekkjunum síðari hluta sumars og getur sveppurinn einnig orðið áberandi á brekkuvíði. Ryð leggst einnig oft þungt á selju í uppeldi. Sumargró og sveppþræðir lifa í brumum víðisins yfir veturinn og smita ný blöð sumarið eftir.

Tjón

Tjón af völdum þessa ryðsvepps er sjaldan alvarlegt nema í hreggstaðavíði, en þar er ryðið mjög skaðlegt. Ryðið dregur þó alltaf úr vexti og getur tafið síðsumarvöxt það mikið að yngsti hluti árssprotans nái ekki þroska fyrir veturinn þannig að afleiðingin getur orðið aukið haustkal. 

Varnir gegn skaðvaldi

Ekki er ástæða til varnaraðgerða.