Hæð: Stórt tré, gæti orðið a.m.k. 30 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna, fremur beinvaxið tré með mjóa krónu
Vaxtarhraði: Hraður í æsku en dregur úr vexti með aldrinum
Landshluti: Einkum á N- og A-landi
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, ungplöntur þola illa samkeppni við gras
Styrkleikar: Vex betur í rýrum jarðvegi en aðrar tegundir, viður
Veikleikar: Vorkal
Athugasemdir: Vorkal eftir vetrarhlýindi veldur stundum skemmdum og vaxtartapi hjá rússalerki. Eftir því sem loftslag hlýnar er líklegt að slíkar skemmdir verði tíðari. Enn um sinn verður rússalerki þó besta tegundin sem völ er á til að rækta í rýru landi á Norður- og Austurlandi
- Um rússalerki á vefnum The Gymnosperm Database
- Pistill um rússalerki