Lífsferill
Víðifeti (Hydriomena furcata) skríður úr eggi þegar víðirinn laufgast. Lirfan er fullvaxin í byrjun júlí og rennir sér þá fimlega á silkiþræði til jarðar og púpar sig. Fiðrildin klekjast úr púpum undir lok júlí og makast og verpa á börk víðis. Eggin liggja í dvala fram á næsta vor.
Tjón
Víðifeti veldur oft verulegu tjóni, einkum í görðum og á skjólbeltum.
Varnir gegn skaðvaldi
Víðifeta má verjast með úðun með skordýraeitri en einnig er hægt að úða runnana að vori með lífrænum olíum sem kæfa eggin.