Hæð: Stórt tré, ætti að geta náð allt að 20 m hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna tré með mjóa krónu
Vaxtarhraði: Hraður í æsku en dregur úr honum með aldrinum
Landshluti: Helst í innsveitum á Norður- og Austurlandi
Sérkröfur: Ljóselsk tegund,
Styrkleikar: viður
Veikleikar: Vorkal, barrviðaráta
Athugasemdir: Mikið gróðursett á árunum 1950-1990 en nánast ekkert síðan. Þótt ekki séu allir sammála um að munurinn á rússalerki og síberíulerki sé nægur til að réttlæta aðskilnað í tvær tegundir þá er munurinn á aðlögun svo mikill að rússalerki er ein megintegunda í íslenskri skógrækt en á síberíulerki höfum við gefist upp