Ráðstefna, haldin laugardaginn 10. mars 2012 að Reykjum í Ölfusi.

Samstarfsaðilar:  LbhÍ, GÍ, Félag garðplöntuframleiðenda, Skógrækt ríkisins, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Ráðstefnustjóri: Guðríður Helgdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tími: Lau. 10. mars,  kl. 10:00 – 17:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 5.000 kr. (innifalið eru veitingar og námskeiðsgögn).

Skráningarfrestur: til 7. mars.

Skráning: Í síma 433-5000 eða á netfangið endurmenntun@lbhi.is. Fram þarf að koma nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.000 kr. (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Dagskrá

9:30 Mæting og skráning þátttakenda.
10:00 Fundur settur: Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands
10:05 – 10:45
Aðflutningsleiðir og uppruni innfluttra plöntuskaðvalda. Reynsla Breta af innflutningi plantna og áhættu honum fylgjandi.
Ian Murgatroyd, Skosku skógarþjónustunni.
10:45 – 11:05 Innflutningur plantna – yfirlit.
Helga Ösp Jónsdóttir, MAST.
11:05 – 11:15 Kaffihlé
11:15 – 12:00 Innlendur plöntumarkaður, framleiðsla og innflutningur.
Ólafur Njálsson, fulltrúi Félags garðplöntuframleiðenda.
12:00 – 13:00 Hádegishlé – ljúffengur hádegisverður á staðnum.
13:00 – 13:45 Aðlögun lífvera að loftslagi á nýjum vaxtarstað.  Samspil loftslags og faraldra. 
Erling Ólafsson, Náttúrufræðistofnun, Guðmundur Halldórsson, Landgræðslunni
og Halldór Sverrisson, LbhÍ.
13:45 – 14:15
Lög og reglugerðir um innflutning plantna, viðbrögð við innflutningi.
Sigurgeir Ólafsson, sérfræðingur.
14:15 – 14:30 Fyrirspurnir og umræður
14:30 – 14:45 Kaffihlé
14:45 – 16:00 Vinnuhópar svara ákveðnum spurningum:
  • Hvaða skaðvaldar (komnir eða ókomnir) valda mestum áhyggjum? – Hvar koma áhrifin fram? Hverjir verða fyrir tjóni?
  • Hvaða aðflutningsleiðir eru hættulegastar? – Mat á forgangi varnaraðgerða?
  • Hvað tæknilegar aðferðir eru Íslendingum færar til að draga úr áhættu?
  • Hvaða lögum og reglum þyrfti að breyta og hvernig?
  • Hver eru hagræn áhrif þessara aðferð/leiða?
16:00 – 16:30
Niðurstöður vinnuhópa kynnar, aðgerðir til framtíðar.
16:30 – 17:00 Umræður og samantekt: Guðríður Helgadóttir, LbhÍ.