- 8 stk.
- 13.12.2021
Skóglendi á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt síðan skógrækt hófst og möguleikum þar til útivistar, fræðslu og menningarstarfs fjölgað. Samhliða hefur þörfin fyrir stígagerð, grisjun og fleiri þætti sem bæta aðgengi vaxið. Þjóðskógar í umsjón Skógræktarinnar eru opnir almenningi og stefna Skógræktarinnar hefur verið að halda helstu þjóðskógunum eins aðgengilegum og hægt er. Tilteknum þjóðskógum eða hlutum þeirra er þó hlíft við raski vegna náttúruverndarsjónarmiða.