Það þarf mikið gúmmí til að koma vörum Skógræktarinnar áleiðis þessa dagana. Það sannaðist þegar farmurinn á meðfylgjandi mynd, spírur í fiskhjalla frá Skógræktinni á Hallormsstað, var fluttur á Djúpavog á dögunum.

Flutningabíllinn fór um Breiðdalsheiði þar sem vegurinn um Öxi þolir ekki slíkan flutning. En þungatakmarkanir eru einnig á veginum yfir Breiðdalsheiði og með 22 hjólbarða undir flutningabílnum þá rétt slapp þetta. 22 hjólbarðar og 200 spírur í fiskhjalla = 9,09 stk á dekk!

Héraðsmennirnir hefðu gjarnan viljað stytta sér leið yfi Öxi og spara þar með tíma og peninga, en flutningabíllinn mátti ekki einu sinni fara tómur um Öxi til baka!  ÁÓ/SB