Héraðsskógar hafa fengið forumsóknarstyrk í NPP verkefni um viðarkyndingu.  NPP stendur fyrir Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins sem Ísland á aðild að í gegnum Byggðastofnun. 

Sjá meira um NPP á www.northernperiphery.net og Byggðastofnun á www.byggdastofnun.is . Skotar eru í forsvari fyrir verkefninu en auk þeirra og okkar er Finnland aðili.   Héraðsskógar ásamt Skógrækt ríkisins á Hallormsstað eru aðilar Íslands og fóru Loftur Jónsson ráðunautur Héraðsskóga og Þór Þorfinnsson skógarvörður til Finnlands á dögunum og hittu samstarfsaðila.  Annar fundur er áætlaður í Skotlandi í byrjun maí og í júní verður skilað inn umsókn um 3 ára þróunarverkefni varðandi eldiviðarkyndingu. 

Fyrir Héraðsskógaverkefnið er þetta mjög áhugavert, því ef vel tekst til eru komin góður nýtingarmöguleiki á 1. grisjunarvið.  Finnland er mjög framarlega í þessum efnum og þar eru allt frá einstökum býlum upp í þorp og stóra bæi kynt með brenni úr skógum Finnlands.