Dagskrá fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Eiðum dagana 22. og 23. mars nk er nú komin og má nálgast hér að neðan.

Biðjum við ALLA sem hafa hug á að mæta, sem við vonum að verði sem flestir, að skrá sig fyrir 14. mars nk. annað hvort með því að síma í 471-2184 (Freyja) eða senda póst á netfangið freyja@heradsskogar.is freyja@heradsskogar.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

Verðupplýsingar;  Gisting og morgunverður kr. 4.400
Hátíðarkvöldverður kr. 4.900 Ráðstefnugjald kr. 9.600 (innifalið í því eru hádegisverðir og kaffi)

Ef á þarf að halda er hægt að bæta við aukanótt annað hvort frá miðvikudegi til fimmtudags eða frá föstudegi til laugardags, verð kr. 2500

Með kveðju,
Héraðs-og Austurlandsskógar
Skógrækt ríkisins
Skógræktarfélag Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Landssamtök skógareigenda

Fagráðstefna skógræktar 2007

Dagskrá fimmtudagsins 22. mars
Skógur er meira en tré
Efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur skógræktar

10:00 – 13:00  Móttaka og skráning Rútur frá Egilsstaðaflugvelli

12:00-13:00     Léttur hádegisverður og móttaka á Eiðum

13:00-13:15 Setning – Skógrækt er byggðarmál  Guðmundur Ólafsson, Héraðsskógum

13:15-13:40 Félagslegur og efnahagslegur ávinningur Héraðsskógaverkefnisins   Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri

13:40-14:00 Skógar Íslands og nýting þeirra frá landnámi til lýðveldis.   Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins
14:00-14:20 Úr vörn í sókn - félagslegar og hagrænar orsakir umskipta frá skógeyðingu til skógræktar.  Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá

14:20-15:10 Forestry and rural development in countries with low forest cover (Erindi flutt á ensku)  Bill Slee, Professor of Rural Economy, Macauley Land Use Research Institute, Skotland

15:10-15:30 Fyrirspurnir og umræða

15:30-16:00 Kaffihlé

16:00-16:20 Loftslagsstefna íslenskra stjórnvalda og skógrækt  Hugi Ólafsson, Umhverfisráðuneytinu

16:20-16:40 Markaður fyrir losun og bindingu kolefnis  Daði Már Kristófersson, Bændasamtökum Íslands

16:40-17:00 Beinar mælingar á árlegri kolefnisbindingu Kyotoskóga  Brynhildur Bjarnadóttir , Rannsóknastöð Skógræktar ríkins á Mógilsá

17:00-17:20 Kolefnisbinding mismunandi trjátegunda  Bjarni D. Sigurðsson, LBHÍ

17:20-17:40 Umfang og hagfræðilegur ávinningur bindingar með skógrækt  Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

17:40-18:00 Fyrirspurnir og umræða

18:30-19:30     Skoðunarferð í Eiðaskóg

20:00 - >          Kvöldverður og skemmtidagskrá

 
Fagráðstefna skógræktar 2007

Dagskrá föstudagsins, 23. mars

07:30-09:00 Morgunverður

09:00-09:20 Orkuskógur - Kyndistöð á Hallormsstað  Loftur Jónsson, Skógráði ehf.

09:20-09:40 Afríkusögur - skógur og fólk í Austur Afríku  Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá

09:40-10:00 Afföll í nýgróðursetningum á Íslandi – mat byggt á gögnum Íslenskrar skógarúttektar  Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

10:00-10:20 Nestun og blöndun í bakka  Þorbergur Hjalti Jónsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

10:20-10:50 Kaffihlé

10:50-11:10  Ný stefnumið í skógræktarmálum Íslands
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

11:10-11:30 Geymsla og frysting  skógarplantna   Rakel Jakobína Jónsdóttir, nemi LBHÍ

11:30-11:50 Mat á verkefninu Lesið í skóginn með skólum   Ólafur Oddson, Skógrækt ríkisins

11:50-12:20  Fyrirspurnir og umræður

12:20-13:30     Hádegisverður

13:30-14:00 Use of zoning in management planning (Erindi flutt á ensku)  Morten Leth og Sherry Curl, Skógrækt ríkisins

14:00-14:20 Áhrif skógræktar með birki og lerki á þróun og fjölbreytileika svepprótar  Brynja Hrafnkelsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

14:20-14:40 Áhrif asparryðs á þvermálsvöxt alaskaaspar   Ólafur Eggertsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá

14:40-15:00 Hekluskógaverkefnið   Guðmundur Halldórsson, Landgræðslu ríkisins

15:00-15:20  Áhrif skógræktar á þéttleika jarðvegsdýra  Edda S. Oddsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá

15:20-15:40 Punktar úr umhirðu- og nýtingaráætlun Vaglaskógar   Rúnar Ísleifsson, Skógrækt ríkisins

15:40-16:00  Fyrirspurnir og umræður
 
16:00  Ráðstefnuslit