Dómnefnd hefur valið mynd fyrir janúarmánuð.  Myndina tók Hrafn Óskarsson á Tumastöðum og er myndin tekin nú fyrir skemmstu í hinum fornu skógarleifum á Drumbabót í Fljótshlíð.  Þar hefur vöxtulegur birkiskógur eyðst í jökulhlaupi að öllum líkindum vegna eldgoss í Mýrdalsjökli fyrir ca 1400 árum.  Gísli Hafsteinn Hrafnsson hvílir lúin bein. 

Bestu kveðjur, dómnefndin Ágúst Ólafsson, Skarphéðinn G. Þórisson og Gunnlaugur Guðjónsson.