Undanfarin ár hafa Íslendingar tekið þátt í nokkrum COST verkefnum Evrópusambandsins á sviði skógræktar. Eitt þessara verkefna er COST 33, sem fjallar um þátt skóga í útivist og ferðaþjónustu.  Einn af verkhópum COST 33 hefur opnað vefsíðu, http://www.costaction.info/

,sem er gagnagrunnur um bestu aðferðir og dæmi um ýmis verkefni á þessu sviði, þar á meðal úr Kjarnaskógi við Akureyri. Þessum verkefnum er ætlað að vísa veginn varðandi útivist í skógum og nýtingu skóga til ferðaþjónustu.