Myndin er tekin af spírusendingu síðastliðin miðvikudag. Sendar voru 600 spírur til Grindavíkur sem nota á í fiskihjalla.

Efniviðurinn er úr grisjun á rauðgreni frá 1954-1956 (Nordland, Noregur ). Þetta er önnur grisjun í reitnum sem er um 1.4 ha, grisjað í um 1200 tré pr. Ha.

Til fróðleiks þá er það fyrirtækið Haustak í Grindavík sem kaupir spírurnar, þeir þurka að mestu hausa af Keilu á hjöllunum á Nígeríumarkað, þorskur og ýsa er þurkað í gufuhita.