Í dag og á morgun, mánudag 22. og þriðjudag 23. mars, eru skógarverðir og skógarráðgjafar/skólatenglar á tveggja daga námskeiði á Hallormsstað. Þar er fjallað um þátttöku þeirra í verkefninu ?Lesið í skóginn ? Með skólum.?

Á námskeiðinu er fjallað um helstu áherslur í LÍS verkefninu, hlutverk skólatenglanna í svæðabundnu samstarfi og hvernig þeir tengjast einstökum skólum í verkefninu.

Aðstaða og búnaður í grenndarskógi er eitt af verkefnum námskeiðsins og byggt verður skýli í grenndarskógi Hallormsstaðaskóla, sem verður fyrirmynd að skýlum í öðrum grenndarskógum.

Þetta nýja hlutverk starfsmanna Skógræktarinnar er á margan hátt frábrugðið hefðbundinni skógarvinnu þar sem unnið er að ráðgjöf og leiðbeiningum í nánu samstarfi við starfsfólk skógarskólanna.