Félag skógarbænda á Norðurlandi verður gestgjafi á aðalfundi landssamtaka skógareigenda sem haldinn verður í Húnavallaskóla dagana 13.-15. ágúst. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á laugardaginn farin kynnisferð í Blönduvirkjun þar sem fram hefur farið talsverð skógrækt á undanförnum árum. Um kvöldið verður síðan skemmtidagskrá og hátíðarkvöldverður í umsjón heimamanna. Á sunnudeginum verður m.a. boðið upp á ferðir í Gunnfríðarstaðaskóg og út í Hrútey. Allir áhugamenn um skógrækt eru velkomnir og eru skógarbændur og félagsmenn í félagi skógarbænda sérstaklega hvattir til að fjölmenna á fundinn. Dagskrá og nánari upplýsingar verða birtar er nær dregur fundi.