Skógarvörðurinn á Suðurlandi var á visitasíu í Þórsmörk í vikunni og fór víða. Helst er það að frétta að eftir að sauðfjárbeit var aflétt af mörkinni hafa birkiskógar breiðst út og má sjá birkiskóga þar sem áður voru flög eða malaraurar. Má það m.a. þakka góðu starfi Guðjóns Magnússonar sem hefur starfað með hópum frá rauðakrossinum, jeppaklúbbum ofl. Það sem líka er að gerast í Mörkinni er að birkið sáir sér upp fyrir áður þekkt skógar- / trjámörk og er nú að finna í a.m.k. 550 m hæð víða í mörkinni (skv. GPS mælingum). Þess má geta að Valahnúkur er 458 m. Gamlar ,,eikur" hafa víða verið að tína tölunni í skógunum og má víða sjá fallna öldunga. Hafa menn haft áhyggjur af þessari þróun og því menn telja að engin tré komi í stað þeirra föllnu. blágresi Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að yfirleitt eru eitt eða tvö tré að vaxa úr grasi þar sem gömlu trén stóðu og munu þau taka við þeim. Skógarnir í Þórsmörk eru góðu ástandi og hafa líklega ekki verið svo fallegir öldum saman.

Hreinn Óskarsson