Norræna NordFlux verkefnið stendur fyrir alþjóðlegri vísindaráðstefnu á Íslandi í Gunnarsholti, Rangárvöllum, 8. og 9. september 2010 í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Þema þessarar ráðstefnu er áhrif ýmissa náttúrulegra og manngerðra raskferla á hringrás og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Nokkur lykilorð yfir slíka ferla eru: uppblástur; skógareyðing; áhrif veðurfarssveiflna, svo sem storma og kuldakasta; áhrif skordýraplága; áhrif landnýtingar, svo sem skógarhöggs, beitar, áburðargjafar og framræslu; áhrif náttúruhamfara, s.s. eldgosa og flóða.

Allir vísindamenn og framhaldsnemar á Íslandi sem stunda rannsóknir á þeim fræðasviðum sem varða efni ráðstefnunnar eru hvattir til að skrá sig og bjóða fram erindi. Gert er ráð fyrir að um 30 erlendir þátttakendur verði á ráðstefnunni.

Skráningarfrestur fyrir fyrirlesara er 7. maí. Skráningar eru sendar með tölvupósti til bjarni(hjá)lbhi.is og þurfa að  innihalda: nafn, heimilisfang, netfang og titill erindis á ensku.

Frekari upplýsingar