Í tilefni af Grænum apríl og alþjóðlegu ári skóga 2011 bjóða Grasagarðurinn og Náttúruskóli Reykjavíkur elstu börnum leikskólanna (börnum fæddum 2005) að heimsækja Grasagarðinn og kynnast forvitnilegum hliðum trjánna í skóginum vikuna 4. – 8. apríl.

Hvar finnum við tré? Hvað heyrist í þeim? Hvernig lykt er af þeim? Hvers vegna stækka þau? Hvað verða þau eiginlega gömul? Í könnunarleiðangri um garðinn munu börn og kennarar finna svör við þessum spurningum og fjölmörgum fleiri.


Frétt: Grasagarðurinn