Út er komin ársskýrsla Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins. Þar er lýst í máli og myndum störfum og verkefnum starfsfólks deildarinnar. Starfssvæði Suðurlandsdeildar nær frá Þingvöllum í vestri og til Kirkjubæjarklausturs í austri. Á meðal þeirra skóga sem undir deildina heyra eru Haukadalsskógur, Þjórsárdalsskógur, Þórsmörk, Tumastaðir og Múlakot.