(Mynd: Hreinn Óskarsson)
(Mynd: Hreinn Óskarsson)

Síðustu vikur hefur eftirspurn eftir innlendu hjallaefni aukist. Helsta skýring á þessari aukningu nú er að fiskihjallar á sunnanverðu landinu hafa skemmst í stórviðrum vetrarins. Fiskihjallarnir eru byggðir upp með stoðum, ásum og spírum. Starfsmenn Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa unnið síðustu daga að því að finna til og flokka efni til sölu.

Á meðfylgjandi myndum úr Þjórsárdal er verið að finna til spírur sem eiga að fara út á Reykjanes. Á myndinni má sjá starfsmenn í Þjórsárdal þá Christoph skógfræðinema frá Frakklandi, Ingvar og Lukasz skógarhöggsmenn, ásamt Jóhannesi aðstoðarskógarverði.

frett_20042011_1

Myndir og texti: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi