Í dag var skrifað undir leigusamning milli Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og Barra hf. á Egilsstöðum, um afnot gróðurhúsa á Hallormsstað til ræktunar skógarplantna. Á Hallormsstað eru tvö gróðurhús alls um 2000 fermetrar að gólffleti. Samningurinn felur einnig í sér að Barri leigir tæki og búnað til ræktunarinnar. Samningurinn er til þriggja ára.

I vor verða framleiddar um ein milljón plantna á Hallormsstað sem er um 40% af heildarframleiðslu Barra hf. Plönturnar eru að mestu ætlaðar til landshlutaverkefnanna og  Landgræðsluskóga.