Gríðarleg svifryksmengun var í Reykjavík vegna flugeldaskota nú um áramótin. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að trjábelti, sér í lagi sígræn geta dregið verulega úr svifryksmengun með umferðaræðum. Til að vernda heilsu borgarbúa þarf að stórauka gróðursetningu trjáa við götur Reykjavíkur. Þetta er mat Jóns Geirs Péturssonar, skógfræðings hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Jón Geir skrifaði grein um þetta efni í nýjasta tölublað Fréttabréfs Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa.

 

Fréttina alla má lesa á moggavefnum: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1245049