Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá hefur sett upp tilraun þar sem kanna á endingu og gæði lerkis við notkun utanhúss.  Þessi rannsókn er styrkt af SNS (SamNordisk Skogsforskning) til þriggja ára. Að rannsókninni standa aðilar frá Norðurlöndunum fimm ásamt Lithaugalandi. Íslensku þátttakendurnir eru Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá í samvinnu við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Verkefnastjóri á Íslandi er Ólafur Eggertsson, Mógilsá. 

Markmið verkefnisins er að kanna endingu og gæði lerkis við notkun utanhúss, en lerki er ein af fáum trjátegundum sem hafa náttúrulega vörn gegn veðrun og rotnun. Þeir þættir sem verða kannaðir eru: upptaka vatns, stöðuleiki, styrkur, eðlisþyngd, veðrun og ending. 

Hvatinn að þessari rannsókn er að á síðustu áratugum hefur verið mun erfiðara að fá við sem  hefur mikla endingagetu, t.d. hægvaxta skógarfuru.  Viður í dag er ekki eins endingagóður og á árum áður og þarf því að verja hann á ýmsa vegu.  Nýjar reglur hafa verið settar víða í Evrópu sem takmarkar mjög notkun efna á borð við arsenik og króm.  Íslenska lerkið, sem notað er við rannsóknirnar, kemur frá  Hallormstað úr Atlavíkurlundi og var gróðursett 1937.

Settir voru upp tveir rekkar á Mógilsá sem snúa til suðurs.  Fjalirnar voru annarsvegar hitasprengdar, sem þýðir að þær voru hitaðar upp í 190 gráður á Celsíus til að auka veðrunarþol. Hinsvegar voru settar upp fjalir sem ekki fengu sérstaka meðhöndlun.

Þór Þorfinnsson skógarvörður og Skúli Björnsson aðstoðarskógarvörður í Atlavíkurlundi

Lerkibolirnir tilbúnir til sögunar 

Lerkið komið í sögina

Meira um verkefnið:  Smelltu hér.