Glaðbeittir sjálfboðaliðar í dýrðinni á Þórsmörk sumarið 2021. Ljósmynd: Lucy Dennis/trailteam.is
Glaðbeittir sjálfboðaliðar í dýrðinni á Þórsmörk sumarið 2021. Ljósmynd: Lucy Dennis/trailteam.is

Sjálfboðaliðastarf Skógræktarinnar á Þórsmörk og nágrenni hefur gefið út úrval af ljósmyndum sem sjálfboðaliðar tóku á svæðinu á liðnu sumri þar sem unnið var að stígagerð, stígaviðhaldi og landbótum. Opnað verður 15. desember fyrir umsóknir um sjálfboðaliðastörf næsta sumar.

Eða eins og segir á vefnum trailteam.is í lauslegri þýðingu:

„Við höfum verið að velja úr eftirlætismyndirnar okkar sem sýna ævintýri sjálfboðaliðanna á liðinni vertíð.“

Auk þess að leggja afmörkum meira en 170 vinnuvikur við stígaviðhald og ýmis náttúruverndarverkefni höfðu sjálfboðaliðarnir líka tíma aflögu til að fara í gönguferðir og skoða Þórsmörk, Goðaland, Laugaveginn og nærliggjandi svæði. Myndirnar sem birtar eru á vef sjálfboðaliðastarfsins segja sína sögu frá sjálfboðastarfinu og ævintýrum sjálfboðaliðanna á liðnu sumri.

Byrjað verður 15. desember að taka við umsóknum um sjálfboðaliðastöður fyrir sumarið 2022. Allar nánari upplýsingar verða þá aðgengilegar á vef verkefnisins,  https://trailteam.is/opportunities/.

Myndasafn frá sumrinu 2021

Sækja um sjálfboðastarf!

Texti: Pétur Halldórsson