Í dag flytur Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins, erindi um breytt veðurfar og skordýraplágur. Í erindi sínu fjallar Guðmundur um h vernig breytingar á veðurfari gætu leitt til aukningar á skaðsemi meindýra sem herja á trjágróður og nytjajurtir. Hlýnandi veðurfar hefur leitt til þess að útbreiðslusvæði meindýra hefur færst norður á bóginn og víða hefur tíðni meindýra aukist. Hér á landi eru tiltölulega fá meindýr af þessu tagi, enda landið einangrað og veðurfar sérstætt. Breyttar aðstæður gætu leitt til þess að nýjar meindýrategundir eigi auðveldara með að setjast hér að og skaðsemi þeirra tegunda sem fyrir eru í landinu muni aukast.

Mögulegt er að fylgjast með málstofunni á vefnum með því að smella á þessa vefslóð: http://www.lbhi.is/utgafumalogkynning/utgafumalogkynning/malstofa

Málstofur Landbúnaðarháskóla Íslands eru haldnar tvisvar í mánuði. Þær eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis. Málstofurnar eru sendar út á vefnum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.