Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og samstarfsaðilar hlutu í gær 1.000.000 króna styrk frá Menningarráði Austurlands vegna alþjóðlegu  stórsýningarinnar Fantasy Island, sem opnuð verður í Hallormsstaðaskógi í sumar.

Menningaráð Austurlands úthlutar árlega styrkjum til menningarstarfs á Austurlandi og var Skógræktin í hópi fjögurra hæstu styrkþeganna í ár.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, tók við styrknum úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, mennatmálaráðherra, við hátíðlega athöfn á hótel Framtíð á Djúpavogi.

Á myndinni eru handhafar hæstu menningarstyrkjanna, ásamt fulltrúum Menningarráðs Austurlands og menntamálaráðherra.