Við viljum vekja athygli skógræktarfólks á Fræðaþingi landbúnaðarins sem haldið verður í Reykjavík á morgun (fimmtudaginn 5. febrúar) og föstudag (6. feb.). Mál sem snerta skógrækt með einum eða öðrum hætti verða fyrirferðarmikil í erindum og veggspjöldum ráðstefnunnar. Skógrækt ríkisins tekur að þessu formlega þátt í  ráðstefnuhaldinu, ásamt Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Bændasamtökunum og Landgræðslu ríkisins.

Mynd: af vef Baggalúts

Af 29 erindum sem flutt verða á ráðstefnunni tengjast níu skógrækt með beinum hætti. Flest hinna erindanna eiga þó einnig erindi til skógræktarfólks, þar sem þau fjalla um mál sem varða skógrækt með óbeinum hætti, svo sem um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og landbúnað, stöðu búgreina á tímamótum, efnaútskolun næringarefna, tegundir til landgræðslu, illgresi, lífmassa sem orkugjafa og erfðatækni, svo fátt sé nefnt. Auk þess verða kynnt um 60 veggspjöld og eru mörg þeirra á sviði skógræktar.

Sjá nánar; fræðaþing landbúnaðarins

Ráðstefnugjald er kr 8000 fyrir báða dagana, en 5000 fyrir annan daginn.
Ráðstefnurit og kaffi er innifalið í gjaldinu.

Fyrri daginn verða fyrirlestrar í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík. Þar verður meginefnið: Búskapur á breyttum tímum. Seinni dag þingsins verða tvær samhliða dagskrár á Hótel Sögu. Þar verður fjallað um eftirfarandi meginefni: Landbúnað og varðveislu landgæða og Nýtingu jarðargróða.

Með bestu kveðju,
Guðmundur Halldórsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Mógilsá

Dagskrá:

Fimmtudagur 5. febrúar Fundarsalur Íslenskrar erfðagreiningar

08:15 Skráning og afhending gagna
09:00 Fundarsetning
Ari Teitsson, Bændasamtökum Íslands


Búskapur á breyttum tímum

Fundarstjóri: Guðmundur Stefánsson

09:10 Loftslagsbreytingar á norðurslóðum og afleiðingar þeirra fyrir
lífríkið
Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands
09:40 Áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað á Íslandi
Bjarni E. Guðleifsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins

10:10 Kaffihlé

10:30 Áhættugreining á hitafari gagnvart kali og vexti í trjágróðri
Brynjar Skúlason, Norðurlandsskógum
11:00 Breytt veðurfar - nýir skaðvaldar
Guðmundur Halldórsson, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá
11:30 Áhrif hitabreytinga á skógrækt
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Ólafur Eggertsson, Rannsóknastöð Skógræktar
Mógilsá

12:20 Matarhlé

13:30 Skipulag lands - landbúnaður og skógrækt
Yngvi Þór Loftsson og Ragnhildur Freysteinsdóttir
14:00 Viðbrögð við breyttum neysluvenjum
Hannes Hafsteinsson og Ólafur Reykdal, Matra
14:30 Framleiðslukerfi í búfjárrækt
Torfi Jóhannesson, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri

15:00 Kaffihlé

15:30 Atvinnuvegur á krossgötum. Staða búgreina á breyttum tímum
Sigurgeir Þorgeirsson, Erna Bjarnadóttir og Þórarinn E. Sveinsson,
Bændasamtökum Íslands

16:15 Fundarhlé

16.15-18.30 Kynning á veggspjöldum og léttar veitingar í Ársal Hótel Sögu.

Föstudagur 6. febrúar A-salur - Hótel Saga
Landbúnaður og varðveisla landgæða
Fundarstjórar: Auður Sveinsdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir

09:00 Athuganir á afrennslismagni og efnaútskolun af túnum á Hvanneyri
Björn Þorsteinsson, Guðmundur Hrafn Jóhannesson og Þorsteinn Guðmundsson,
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
09:25 Áhrif skógræktar á vatnalíf
Sigurður Guðjónsson, Veiðimálastofnun
? 09:50 Jarðvegslíf og hringrás næringarefna
Edda S. Oddsdóttir og Guðmundur Halldórsson, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá

10:15 Kaffihlé

10:35 Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum
Ása L. Aradóttir, Landgræðslu ríkisins og Guðmundur Halldórsson,
Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá
11:00 Hin íslenska jarðvegsauðlind
Ólafur Arnalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
11:25 Umræður

12:00-13.30 Matarhlé og veggspjöld

13:30 Innlendar tegundir til landgræðslu og landbóta
Magnús H. Jóhannsson og Ása L. Aradóttir, Landgræðslu ríkisins
13:55 Innlendar belgjurtir, valkostur í landgræðslu
Jón Guðmundsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
14:20 Illgresi í landbúnaði
Guðni Þorvaldsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins

14:45 Kaffihlé

15:05 Nýting lífmassa sem orkugjafa í dreifbýli
Ragnhildur Sigurðardóttir
? 15:30 Lækningajurtir og ætihvannarræktun
Ásdís Helga Bjarnadóttir, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
 15:55 Tegundablöndun birkis og fjalldrapa í náttúrunni
Kesara Anamthawat-Jónsson og Ægir Þór Þórsson, Líffræðistofnun Háskóla Íslands
 16:20 Umræður

16:45 Fundarhlé

18:00-20.00 Þingslit og móttaka í boði landbúnaðarráðherra og Fræðaþings
landbúnaðarins, í Sunnusal Hótel Sögu, fyrir þátttakendur þingsins,
starfsmenn BÍ, LBH, L.r., RALA, S.r. og maka.


Föstudagur 6. febrúar B-salur - Hótel Saga
Nýting jarðargróða
Fundarstjóri: Þorsteinn Tómasson

kl. 09:00 Karólína - hermilíkan fyrir fóðurmat mjólkurkúa
Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
09:45 Kolvetni í fóðri jórturdýra
Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins

10:10 Kaffihlé

10:30 Heyverkun og heygeymsla
Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
? 10:55 Grænfóðurblöndur til slægna og beitar
Ríkharð Brynjólfsson, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
 11:20 Sjúkdómar í byggi
Jónatan Hermannsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
11:45 Umræður

12:00-13.30 Matarhlé og veggspjöld


Kynbótatækni

Fundarstjóri: Magnús B. Jónsson

13:30 Erfðatækni til nota við kynbætur
Jakob Kristjánsson, Sigríður Hjörleifsdóttir og Guðmundur Óli Hreggviðsson,
Prokaria ehf.
14:00 Hagnýting erfðatækni í plöntukynbótum
Björn L. Örvar og Einar Mäntylä, ORF Líftækni hf.
 14:30 Nýting erfðatækni í búfjárkynbótum
Emma Eyþórsdóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Jón Viðar
Jónmundsson, Bændasamtökum Íslands.

15:00 Kaffihlé

15:20 Stakerfðavísar í sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003
Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Íslands og Emma Eyþórsdóttir,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
15:50 Umræður

16:30 Fundarhlé

18:00-20.00 Þingslit og móttaka í boði landbúnaðarráðherra og Fræðaþings
landbúnaðarins, í Sunnusal Hótel Sögu, fyrir þátttakendur þingsins,
starfsmenn BÍ, LBH, L.r., RALA, S.r. og maka.