Skógfræðingafélag Íslands var stofnað þann 12. mars síðastliðinn.  Markmið félagsins er að efla samheldni skógfræðinga bæði faglega og félagslega.   Félagið mun beita sér fyrir kynningu á starfsvettvangi og menntun skógfræðinga auk endurmenntunar fyrir félagsmenn.  Auk þess mun félagið stuðla að því að félagsmönnum sé búin viðunandi starfsaðstaða.
Í stjórn voru kjörin Hrefna Jóhannesdóttir formaður, Brynjar Skúlason ritari og Ólafur E. Ólafsson gjaldkeri.  Varamaður var kjörinn Sigurður Freyr Guðbrandsson.
Fagmenntun í skógrækt skiptir sífellt meira máli eftir því sem skógrækt verður mikilvægari atvinnugrein á Íslandi.  Það sem færri vita er að skógfræðimenntunin er víðtækt nám í auðlindastjórnun og nýtist víða í atvinnulífinu.
Nánari upplýsingar um starf Skógfræðingafélags Íslands veitir
Hrefna Jóhannesdóttir gegnum tölvupóst, netfang hrefna@skogur.is eða síma 898-7325.

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Finnski Ólafsson, Björn Bjarndal Jónsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Arnór Snorrason, Brynjar Skúlason og Hrefna Jóhannesdóttir.  Myndin er tekin á fundi  2. apríl á Mógilsá.