Skógræktarfélag Íslands auglýsir skóg- og trjárækt í fjarnámi:

Námskeiðið hefst í byrjun maí. Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að tölvu með nettengingu.

Námskeiðið höfðar til breiðs hóps ræktunarfólks með stór eða smærri ræktunarsvæði.

Þátttakendur fá verkefni send í tölvupósti og aðgang að fræðsluefni á vefsíðu Skógræktarfélags Íslands.

Fjallað verður um skógræktarskilyrði, trjátegundaval, gróðursetningu, hjálparaðgerðir við gróðursetningu, umhirðu trjágróðurs, stiklinga, fræ og fræsöfnun o.fl.

Leiðbeinandi er Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands.

Nánari upplýsingar/skráning í síma 551-8150 eða á netfangið jgp@skog.is. Hafið samband sem allra fyrst. 

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands.