Þau tímamót áttu sér stað í Garðyrkjuskólanum fyrir skömmu að fyrsti hópur skógarbænda í Grænni skógum útskrifaðist eftir þriggja ára nám.  Héraðsskógar,  Austurlandsskógar og Félag skógarbænda á Austurlandi gengu frá samningi við Garðyrkjuskólann 12. júní um þátttöku í Grænni skógum frá og með næsta hausti. Fyrsti hópur skógarbænda úr Grænni skógum útskrifaðist frá Garðyrkjuskólanum laugardaginn 29. maí eftir þriggja ára nám. Um er að ræða 21 skógarbónda, sem allir eru í Suðurlandsskógum. Námið samanstóð af 16 námskeiðum sem voru kennd í lotum. Farið var í eina ferð til Svíþjóðar og Finnlands á námstímanum. Flest námskeiðin voru haldin í Garðyrkjuskólanum en oft var farið í vettvangsferðir með nemendur. Garðyrkjuskólinn sá um framkvæmd námsins en þeir aðilar sem koma að náminu auk skólans voru Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Suðurlandsskógar og Félags skógarbænda á Suðurlandi.  Á Norðurlandi er einnig hópur skógarbænda í Grænni skógum og námið fer af stað á Austurlandi í haust.

Skógarbændur í Grænni Skógum á Suðurlandi, sem hafa lokiðnámi sínum. Á myndinni með þeim eru Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskólans og Magnús Hlynur Hreiðarsson, sem hefur haft yfirumsjón með náminu fyrir hönd samstarfsins.

Hjónin á Prestbakakkoti á Síðu, Jón Þorbergsson og Sólveig Pálsdóttir voru heiðruð sérstaklega í útskriftinni fyrir frábæran árangur í Grænni skógum en það voru Suðurlandskógar, sem færðu þeim gjöf af þessu tilefni f.h. samstarfsaðila Grænni skóga.  Til hamingju.

Myndir og texti: Sr./ ÓO