Víða um land má sjá mikla fræmyndun á trjágróðri. Birki er víða farið að mynda mikinn fjölda rekla, auk þess að sitkagreni og stafafura blómstra bæði karl og kvenblómum í miklu mæli. Fyrr í vor voru alaskaaspir hlaðnar reklum. Þetta eru góð tíðindi fyrir skógarfólk því að miklar líkur eru fyrir því að í góðum fræárum sé hægt að nýtast við íslenskt fræ við framleiðslu skógarplantna í enn ríkara mæli en verið hefur undanfarin ár.

Á meðfylgjandi myndum má sjá blómgun og fræmyndun á nokkrum tegundum, t.a.m. aski sem blómstraði í fyrsta sinn í ár hér á landi svo vitað sé til.