Sveinn Aðalsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólas á Reykjum, Magnús Hlynur  Hreiðarsson endurmenntunarstjóri og fréttahaukur komu ásamt Birni B. Jónssyni framkvæmdarstjóra Suðurlandsskóga og Rannveigu Einarsdóttir svæðisstjóri Suðurlandsskóga Austur-Skaftafellssýslu austur til að funda með Héraðsskógum/Austurlandsskógum um skógræktarnámsskeið í fjórðungnum.  

Grænni Skógar er heiti á námsskeiðaröð fyrir skógarbændur þar sem markmiðið er að auka þekkingu bænda á þeirri skógrækt sem þeir eru vinna við.  Námskeiðin eru alls 16 að tölu og er dreift yfir 3 ára tímabil.  Þau eru metin til 16 eininga á framhaldsskólastigi og lýkur með sérstakri viðurkenningu frá Garðyrkjuskólanum.  Þegar er búið að halda eina námsskeiðaröð á Suðurlandi og því komin ágæt reynsla á fyrirkomulagið.  Norðurland er einnig komið á fullt með Grænni Skóga og sagði Sveinn að viðræður stæðu yfir við Skjólskóga á Vestfjörðum um að hefja námsskeiðaröðina þar.  Þetta var fyrsti fundur um verkefnið en af allt gengur að óskum verður skrifað undir samning milli þeirra aðila sem að verkefninu koma þ.e. Héraðsskóga/Austurlandsskóga, Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Garðyrkjuskólans í vor og námskeið ættu því að hefjast í haust.