Starfsfólk skólans fór í könnunarleiðangur í Kvenfélagsreitinn við Deildartungu  mánudaginn 16  en reiturinn verður grenndarskógur skólans þar til ræktaður hefur verið eigin skógur á lóð skólans á Læknistúninu.  Vekefnisstjóri LÍS leiðbeindi um fyrstu verkefnin við grisjun og umhirðu og hvernig mætti nýta einstakar viðartegundir til kennslu. Birkið er mest áberandi í  grenndarskóginum, en auk þess mátti sjá sitkagreni, rauðgreni, ilmreyni og gulvíði.  Eins og víða  annars  staðar liggur háspennulína þvert í gegnum reitinn og var einu sinni búið að grisjan undan henni og kominn  tími til að endurtaka grisjun þar. Þau tré sem ákveðið var að þyrfti að fella voru merkt svo auðvelt yrði að fara með nemendum í grisjunarverkin.  Reiturinn er mjög fjölbreyttur og býður upp á margs konar verkefnavinnu með nemendum, enda verður unnið í skóginum á næstu dögum þar sem mikil verkstæðisvinna er framundan í skógarskólanum.

Hugað var að staðsetningu áningarsvæðis í reitnum og virtust flestir vera  sammála að því væri best fyrir komið um það   bil í miðjum reitnum eða þar sem hópurinn stendur á myndinni lengst til hægri hér að ofan. Það var engin mánudagsmæða í þessari ferð sem var öll hin ánægjulegasta.