Fundurinn var haldinn í Laugarnesskóla og var hann jafnframt fyrsti fundurinn þar sem fulltrúa allra samstarfsaðilanna, skólanna og stofnananna hittust. Dagskráin var þétt en miðaðist fyrst og fremst við það að miðla upplýsingum og samræma vinnulag og ákveða næstu skref í verkefninu og forgangsröðun þeirra.

Helgi Grímsson skólastjóri kynnti í máli og myndum 50 ára skógræktarstarf skólans í Katlagili og hvernig það hefur fléttast inn í skólastarfið. Þar er mikil reynsla og þekking saman komin hefðir skapast sem gefa gott fordæmi.  Þá kynnti hann sérstaklega   hugmyndir að nýrri byggingu við skólann þar sem list- og verkgreinum er gert hátt undir höfði og til stendur að endurhanna lóðina sérstaklega  m.t.t. aukins útináms og skógarvinnu. 

Eftir fundinn var gengið frá heildarsamkomulagi um samstarf til tveggja ára þar sem hlutverk einstakra aðila er skilgreint ásamt ýmsum stjórnunarlegum þáttum. Auk skólastjóranna sjö staðfestu Jón Loftsson skógræktarstjóri, Ólafur Proppe rektor KHÍ, Eiríkur Jónsson form. KÍ, og Tryggvi Jakobsson deildarstjóri Námsgagnastofnunar samkomulagið með undirskrift sinni. Fulltrúa vantaði frá Norðurlandsskógum. Að lokinni undirskrift nutu fundarmenn veitinga í boði Skógræktarinnar.