Dagana 22. - 24. janúar komu þrír skógfræðingar Marcus Larsen og Kenneth Anderson frá Svíþjóð og John Risby frá Skotlandi í heimsókn til Egilsstaða.  Þeir komu til að ræða þátttöku Íslands í NPP verkefninu.  Verkefnið er hannað til að taka út skógræktarsvæði með sérstakri áherslu á aðrar auðlindir en timbur. 

Þessi úttekt er síðan notuð til að bæta samfellt skipulag á skógrækt í dreifbýli til að auðvelda og hagræða í nýtingu þessarar auðlindar.  Meðan skógræktarmennirnir dvöldu hér heimsóttu þeir nokkra skógarbændur og skóga á svæðinu.