Um helgina fór fram brúðkaup í Húsadal í Þórsmörk þar sem Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Háteigskirkju gaf saman Hjördísi Þorsteinsdóttur og Kristján Hauk Flosason. Alls voru um 100 gestir viðstaddir athöfnina og eftir hana var haldin veisla í Dalseli í Húsadal þar sem m.a. var boðið upp á þriggja rétta máltíð. Eftir matinn var varðeldur þar sem veislugestir sungu og skemmtu sér fram á nótt. 

Meðfylgjandi mynd er tekin í Húsadal og á henni má sjá séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur, Hjördísi Þorsteinsdóttur og Kristján Hauk Flosason. Í baksýn trónir Einhyrningur á Einhyrningsflötum. 

Skógar Skógræktar ríkisins eru opnir öllum og ekki er rukkað fyrir heimsóknir. Þó er nauðsynlegt að láta skógarverði vita ef fyrirhugaðar eru veislur eða heimsóknir hópa til að forðast að margir hópar mæti í einu í viðkomandi skóg.

Velkomin í þjóðskógana!


Mynd: Hólmfríður Pálsdóttir
Texti: Markús Einarsson og Hreinn Óskarsson