Í Danmörku hefur timburverð farið lækkandi á sama tíma og verð skógarjarða  hefur hækkað.  Hagnaður af timburskógrækt hefur farið minnkandi á síðastliðnum árum, aðallega vegna lækkandi timburverðs.  Verð Rauðgrenis er lægra en nokkru sinni síðan 1911.  Á sama tíma og þetta á sér stað hefur verð skógarjarða hækkað frá 580 þ. til 1.4 m. kr. á hektara.
Hvatinn til þess að kaupa skógarjarðir ræðst því augljóslega af fleiri þáttum en hagnaði af timbri.  Annar ávinningur er vegna veiði í skógi og vegna útivistargildis skóganna. 

Heimild: Scandinavian Journal of Forest Research, Vol. 19 No. 1 2004.