Í dag var jólatré úr Hallormsstaðaskógi reist í miðbæ Egilsstaða. Tréð er í minna lagi þetta árið, eða rúmlega 12 metrar á hæð en sérstaklega fallegt í laginu. Tréð gróðursettu Norðmenn í Hallormsstað árið 1979 í svokallaðri Norðmannaplötun.

Kveikt verður á trénu nk. laugardag kl. 16:00.