#Vesturameríkuskógar2013

Kalamalka-skógræktarrannsóknastöðin í Vernon er miðstöð trjákynbóta og erfðarannsókna fyrir innlandssvæði Bresku-Kólumbíu. Þar eru stundaðar rannsóknir og kynbætur á risalerki, blágreni, degli, stafafuru og hvítfuru. Íslenskur hópur sem heimsótti stöðina í september sl. fékk þar góðar móttökur og fræðslu um starfsemina.

Við Kalamalka-stöðina eru víðáttumiklir frægarðar, einkum af risalerki. Árleg gróðursetning trjáa í Bresku-Kólumbíu nemur um 275 milljónum trjáplantna og þar af eru um 70% kynbætt. Gróðursetting risalerkis hefur verið að aukast og nam 15 milljónum plantna í fyrra, allt kynbætt efni.

Gróðursetning risalerkis hefur verið að aukast í Bresku-KólumbíuUppeldi ranabjallna til notkunar við prófanir á ónæmi blágrenis fyrir bjöllunniÁhugaverð kynbótatilraun snýst um að finna blágreni sem ver sig gegn ranabjöllutegund sem ræðst á toppsprota grenisins og drepur þá með því að éta innan úr þeim. Við það aflagast trén. Fundist hafa blágrenitré sem eru nánast ónæm fyrir ranabjöllunni vegna óvenjuþykks barkar á toppsprotum. Verið er að prófa varnir afkvæma þessara trjáa með því að setja ranabjöllurnar á þau en til þess þarf að safna og ala upp helling af ranabjöllunum. Voru þær í uppeldi á grenisprotum í plastfötum í stöðinni.

Þetta var sem sagt stórfróðleg heimsókn á fyrirmyndar rannsóknastöð sem vill svo til að er nákvæmlega jafnstór og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, bæði hvað varðar mannskap og húsakost. 

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson
Kvikmyndataka: Hlynur Gauti Sigurðsson
Samsetning: Kolbrún Guðmundsdóttir
Fréttin var uppfærð 25.10.2021