Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Árlegur þemadagur Nordgen verður haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni. Þemað er kynbætur í skógrækt til að mæta þörfum framtíðarinnar. Skráning er öllum heimil.

Skógasvið norrænu erfðavarðveislustofnunarinnar, Nordgen Skog, hefur ákveðið, þrátt fyrir covid-19 veirufaraldurinn, að halda til streitu árlegum þemadegi sínum sem áætlað hefur verið að halda 1. apríl. Í ljósi ástandsins hefur þó verið hætt við að stefna þátttakendum öllum á einn stað og í staðinn verður dagskrá þemadagsins steymt beint á vefnum.

Þema dagsins í ár er kynbætur í skógrækt tila þörfum framtíðarinnar. Erindin verða sennilega flest, ef ekki öll, flutt á sænsku og fara fram á milli kl. 10 og 14 að sænskum tíma, sem er milli 8 og 12 að íslenskum tíma, miðvikudaginn 1. apríl. Til að taka þátt í þemadeginum þarf hver og einn að smella á tengilinn hér fyrir neðan og skrá sig sérstaklega. Ekki er annað að sjá en þátttaka sé ókeypis og öllum heimil. Ástæða er til að hvetja fólk eindregið til að nýta þetta tækifæri.

Skráning

Sett á vef: Pétur Halldórsson