Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson
Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson

Í kvöld fer fram kynningarfundur Vina Þórsmerkur í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 20:00. Meðal fyrirlesara verður Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Hann mun fjalla um skógarfriðun í Þórsmörk og áhrif öskufalls á skóginn.


Dagskrá

Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar: Stutt kynning á Vinum Þórsmerkur og helstu verkefnum  – Göngubrú yfir Markarfljót, frumhönnun. Aðgengi yfir brúna. Öryggismál, umhverfismál. Skráning nýrra félaga og ný heimasíða www.vinirthorsmerkur.is opnuð.

Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi: Saga skógarfriðunar í Þórsmörk – áhrif öskufalls á skóginn.

Rannveig Ólafsdóttir, lektor HÍ: Ástand gönguleiða um Þórsmörk.

Oddur Hermannsson, landlagsarkitekt: Skipulagsmál í Þórsmörk.  Mörkin sem ferðamannastaður.

Fundarstjóri verður Páll Ásgeir Ásgeirsson.



Mynd: Hreinn Óskarsson