Þátttakendur skoðuðu vegi í Stálpastaðaskógi í Skorradal. Þennan dag hellirigndi og því sást vel við…
Þátttakendur skoðuðu vegi í Stálpastaðaskógi í Skorradal. Þennan dag hellirigndi og því sást vel við hvað er að eiga í skógvegagerðinni.

Vel heppnað námskeið hjá LbhÍ í samvinnu við Skógfræðingafélagið

Í síðustu viku fór fram á Hvanneyri námskeiðið Hönnun og ræktun skógarvega, valnámskeið á skógfræði- og landgræðslubraut. Þátttakendur voru hvort tveggja nemendur í LbhÍ, af skógfræðibraut og af umhverfisskipulagsbraut, og starfsmenn innan skógræktargeirans, alls 25 manns. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Skógfræðingafélag Íslands.

Hönnun og lagning skógarvega er mikilvægur hluti nytjaskógræktar. Rétt hönnun og lagning er bæði forsenda hagkvæmrar skógarnýtingar og ekki síður mikilvæg til að lágmarka neikvæð áhrif af skógarhögginu, t.d. á skriðuhættu og jarðvegseyðingu. Einn færasti sérfræðingur Noregs í hönnun og lagningu skógarvega, Jan Bjerketvedt, var kennari á námskeiðinu og fór hann með nemendur í Skálpastaðaskóg í Skorradal til að geta sýnt þeim raunveruleg dæmi um skógarvegi.

Þann dag var grenjandi rigning og tilvalinn dagur fyrir nemendur að átta sig á mikilvægi réttrar lagningar skógarvega með tilliti til staðbundinnar bleytu og einnig með tilliti til mikils yfirborðsvatns. Lagning skógarvega í brattlendi getur verið erfið og var því fróðlegt að sjá hvernig skógarvegirnir á Stálpastöðum stóðust þær kröfur sem Norðmenn gera til skógarvega.

Björgvin Eggertsson, skógfræðingur við LbhÍ, tók meðfylgjandi myndir í kennslutímanum í rigningunni í Skorradal.

          Hér má litlu muna að ræsið hafi
undan vatnsflaumnum.">



height=