Myndin sýnir útbreiðslu birkikjarrs (ljósgrænar línur) og ræktaðra skóga (bláar línur) í sunnanverðum Borgarfirði.

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nýlega opnað Gagnavefsjá sem hefur að geyma gagnvirkt landfræðilegt upplýsingakerfi. Þar er hægt að skoða kort og birta upplýsingar um ýmsa þætti landnýtingar, þ.m.t. skóglendi og skógræktarsvæði.

Gögnin um skógræktarsvæði, birkiskóga og birkikjörr koma frá verkefninum Íslenskri skógarúttekt sem vistað er á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá.

Síðastliðinn vetur var unnið af kappi við að leiðrétta hnitsetningu birkiskógakorts og í framhaldi af því voru tengd við birkiskógakortið í landfræðilegu upplýsingakerfi þau gögn sem safnað var um birkiskógana í tveimur birkiskógaúttektum sem fóru fram 1972-1975 og 1987-1991. Hluta þessara gagna er hægt að skoða á Gagnavefsjá LBHÍ, t.d. meðalhæð í hverjum skógi svo eitthvað sé nefnt.

Gögn fyrir skógræktarsvæðin eru ekki eins fullkomin og eingöngu um að ræða kort yfir flestöll skógræktarsvæði í landinu. Kortagögnin eru allt frá því að vera nákvæmlega kortlögð skógarsvæði til grófra uppdrátta á útlínum skógræktarsvæða. Engar aðrar upplýsingar en flatarmál hvers svæðis eru eins og er aðgengileg í vefsjánni.

Þeir sem hafa Arc-Gis kerfi geta sett upp hjá sér allan gagnagrunninn og er vinsamlega bent á að hafa samband við Arnór Snorrason hjá Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá.

frett_18012007