Það vorar hratt í Skorradalnum, eins og annars staðar á landinu, þessa dagana. Trén vakna úr dvala og laufi skrýðist lundur með tilheyrandi angan og fuglasöng. Farfuglarnir eru komnir, þar á meðal eru himbrimi (Gavia immer) og brandönd (Tandora tandora) sem hafa verið á vatninu í vor. Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa sinnt grisjun undanfarið en í vikunni var ráðist í smá vorhreingerningu þar sem að tré sem höfðu brotnað voru felld. Skógarvörðurinn brá undir sig betri fætinum og tók nokkrar myndir af vorinu sem að hér fylgja.

frett_24052012-(5)

frett_24052012-(6)

frett_24052012-(3)

frett_24052012-(2)

frett_24052012-(1)

Myndir og texti: Valdimar Reynisson