Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema við rannsóknir á fjallaþin til jólatrjáaræktar. 

Starfið heyrir undir Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins á Mógilsá og lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla.

Verkefnið er sameiginlega styrkt af Kaupmannahafnarháskóla og Skógrækt ríkisins og er um að ræða þriggja ára verkefni í fullu starfi.  Verkefnið er unnið í samstarfi við sérfræðinga Rannsóknasviðs og Lífvísindadeildar Kaupmannahafnarháskóla og felur í sér rannsóknir er lúta að notkun fjallaþins (Abies lasiocarpa) til jólatrjáaræktar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum.

Helstu verkefni eru:

  • Að vinna með sérfræðingum á sviði skógerfðafræði og jólatrjáaræktar
  • Skipulag, framkvæmd og ábyrgð á tilraunum, söfnun gagna, tölvuvinnsla og tölfræðileg úrvinnsla þeirra

Kröfur um menntun, reynslu og hæfni: 

  • Leitað er eftir umsækjendum með meistaragráðu í skógfræði.
  • Grunnur í aðferðafræði rannsókna er nauðsynlegur ásamt reynslu af rannsóknastörfum og góðri yfirsýn yfir íslenska skógrækt.
  • Umsækjandi þarf að hafa góð tök á íslensku, ensku og einhverju hinna Norðurlandamálanna, bæði töluðu og rituðu máli.
  • Hæfni til þess að miðla upplýsingum og rannsóknaniðurstöðum í rituðu og töluðu máli til skógræktar- og rannsóknasamfélags.
  • Frumkvæði, hæfni til samvinnu og skipulagshæfileikar, ásamt hæfni til að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi og koma að námskeiðum sem tengjast verkefninu.
  • Hæfni til að stjórna verkefnum og vinna hvort heldur sem er sjálfstætt eða í hópvinnu með öðrum.
  • Samstarfshæfni og jákvæð almenn framkoma eru skilyrði.

Vísindanefnd háskólaráðs og lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla þarf að samþykkja doktorsnemann.  Valið er úr umsóknum á grundvelli námsárangurs, starfsreynslu og menntunar við viðfangsefni rannsóknar.

Laun: skv. kjarasamningum ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigurgeirsson, sviðsstjóri rannsókna hjá Skógrækt ríkisins í síma 898-7862 eða tölvupósti: adalsteinn@skogur.is

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2012. 

Umsóknir berist til Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum.  Öllum umsækjendum verður svarað.

Skógrækt ríkisins er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili sem vinnur með og fyrir stjórnvöld, almenning og aðra hagsmunaaðila að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógræktar.



Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir