Mynd: Þröstur Eysteinsson
Mynd: Þröstur Eysteinsson

Fræðslufundur um skóga og skógrækt

Fjórði fræðslufundur vetrarins um skóga og skógrækt verður haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri föstudaginn 14. febrúar kl. 10:00.  Þema fundarins verður „Líf og dauði gróðursettra skógarplantna“. Brynjar Skúlason skógfræðingur veltir þá upp hugmyndum um orsakir affalla í skógrækt og leiðir til úrbóta, allt frá plöntuuppeldi til gróðursetningar.

Brynjar er sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá en er janframt í doktorsnámi við Kaupmannahafnarháskóla.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.