Reyniviður vaknar til lífsins. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Reyniviður vaknar til lífsins. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á skógarauðlindasviði Skógræktarinnar að undanförnu. Jón Auðunn Bogason hefur verið skipaður skógarvörður á Vesturlandi en forveri hans, Valdimar Reynisson, fer til starfa sem skógræktarráðgjafi með aðsetur á Hvanneyri. Benjamín Örn Davíðsson, sem undanfarin ár hefur verið aðstoðarskógarvörður á Vöglum, hefur tekið að sér verkefni við samræmingu áætlanagerðar fyrir skógarbændur.

Guðmundur Sigurðsson með þakklætisvott frá Skógræktinni fyrir vel unnin störf hjá stofnuninni og áður hjá Vesturlandsskógum. Ljósmynd: Pétur HalldórssonTveir skógræktarráðgjafar hætta störfum hjá Skógræktinni á þessu ári, þeir Guð­mund­ur Sigurðsson sem sinnt hefur ráðgjöf á Vesturlandi og Böðvar Guðmundsson sem starfað hefur á Suðurlandi. Guðmundur hættir 1. apríl og Böðvar 1. júní. Á starfsmannafundi Skógræktarinnar sem haldin var á dögunum á Selfossi voru þeir kvaddir formlega og þökkuð farsæl störf um árabil, áður hjá Suðurlands- og Vesturlandsskógum en svo hjá Skógræktinni eftir sam­ein­ing­una 2016. Einnig var Margréti Guðmundsdóttur gjaldkera þakkaður langur og farsæll starfsferill en hún hættir líka á þessu ári störfum á rekstrarsviði Skóg­rækt­ar­inn­ar.

Margrét Guðmundsdóttir kvödd og þakkað fyrir áratuga farsæl störf. Þröstur Eysteinsson stendur hjá henni. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Við starfi Guðmundar á Vesturlandi tekur Valdimar Reynisson sem gegnt hefur starfi skógarvarðar á Vesturlandi frá árinu 2012. Valdimar lauk BS-gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og meistaragráðu frá Alnarp í Svíþjóð. Jón Auðunn Bogason, eftirmaður Valdimars í skógar­varðar­embætti er með BS-gráðu frá Hvanneyri.

Böðvar Guðmundsson ávarpar starfsmannafundinn og þakkar fyrir farsæl ár hjá Skógræktinni og áður Suðurlandsskógum. Þröstur Eysteinsson fylgist með. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Benjamín Örn Davíðsson, hefur fært sig úr starfi að­stoð­­ar­skógarvarðar á Vöglum yfir í starf skógræktarráðgjafa sem hefur með höndum áætlanagerð og kortlagningu. Hlutverk hans verður ekki síst að samræma áætlana­gerð fyrir skógarbændur á öllu landinu og móta það starf með skógræktar­ráðgjöfum í öllum landshlutum. Benjamín Örn er með BS-gráðu í skógfræði frá Hvanneyri og meistaragráðu frá Ási í Noregi.

Ekki verður ráðið formlega í stöður aðstoðar­skógarvarðar á Norðurlandi og Vestur­landi að sinni.

Skógræktin þakkar fráfarandi starfsmönnum kærlega fyrir tryggð og vel unnin störf og heilla á komandi tíð. Jafnframt er starfsfólki í nýjum störfum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

 Texti: Pétur Halldórsson