Norræna öndvegissetrið um rannsóknir á kolefnishringrás og á áhrifum veðurfars á hana

(NECC) mun halda ráðstefnu/málstofu um áhrif skógræktar á hringrás kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda (CH4 og N2O). Einnig verður fjallað um áhrif annarrar landnotkunnar, svo sem áhrif jarðvinnslu vegna skógræktar og framræslu vegna landbúnaðar, o.s.frv.

Skráningarfrestur er 20 maí!
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráningareyðublöð og nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Öndvegissetursins: www.necc.nu - beina slóðin á heimasíðu ráðstefnunnar er: http://www.natgeo.lu.se/Projects/NECC/Iceland.htm

Ráðstefnan/málstofan verður á ensku og samhliða henni verður tekin saman yfirlitisgrein um helstu niðurstöður sem fram koma, sem síðan verður birt í Icelandic Agricultural Sciences (Búvísindum). Þátttakendum býðst að halda erindi og/eða sýna veggspjöld með niðurstöðum nýlegra rannsókna á því sviði sem ráðstefnan fjallar um. Skilafrestur útdráttar á ensku til ráðstefnuhaldara er 15 júní n.k. Þátttakendum mun bjóðast að senda inn handrit til birtingar í Icel. Agric. Sci. eftir ráðstefnuna, í sérstakt þemahefti frá ráðstefnunni, skilafrestur handrita verður 30 september. 

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá (mailto: bjarni@skogur.is)
Hlynur Óskarsson, Rala
Harry Lankreijer, Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.